29.11.1935
Neðri deild: 86. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 1412 í B-deild Alþingistíðinda. (2350)

164. mál, skipun barnakennara

Pétur Halldórsson [óyfirl.]:

Herra forseti! Ég ætla, áður en ég vík að efni þessa máls, að minna hv. þdm. á, að hæstv. kennslumrh. hefir nýlega gert grein fyrir áliti sínu á þessu frv. í ræðu hér í d., og taldi hann a. m. b. ýms tormerki á því, og beindi þeirri fyrirspurn til hv. frsm. n., hvort hann gæti ekki fallizt á, að umr. yrði frestað og frv. athugað nánar. Sérstaklega óskaði hann eftir að koma fram með brtt. um það, hvenær lögin skyldu ganga í gildi. Ég heyrði ekki, hverju hv. frsm. 9. landsk. svaraði þessu, eða svar hans hefir þá verið eitthvað loðið. (SE: Hv. 2. þm. Árn., er frsm.). Jæja, ég bið afsökunar. En hv. 9. landsk. hefði getað svarað þessu fyrir hönd meiri hl. n., ef hann hefði viljað.

Mér skildist á hv. 9. landsk., að ef umr. yrði ekki frestað, þá mætti koma þessari breyt. að við frv. í menntmn. Ed. — Ég ætla svo ekki að ræða meira um málið, fyrr en ég hefi heyrt svar hv. frsm. meiri hl. n. við ósk hæstv. kennslumrh., og hvort hann getur fallizt á að fresta umr. Ég veit, að það verður rætt miklu meira um frv. í d., og geymi mér rétt til að taka þátt í þeim umr., en ég ætla ekki að lengja þær nú, fyrr en ég hefi heyrt svar hv. frsm.

2351

Frsm. (Bjarni Bjarnason): Ég vil fyrir mitt leyti svara fyrirspurn hæstv. atvmrh. á þá leið, að ég tel rétt, að málið fái að ganga hiklaust áfram hér í d. — Mér er fullkunnugt, að hæstv. ráðh. hefir haft nægileg tækifæri og tíma til þess að tala um þetta mál við menntmn. og athuga málið. Ef hann ætlar að bera fram brtt. við frv., þá tel ég, að honum hefði borið að gera það hér í d. — Hann hefir fyrir löngu vitað um gang málsins og verið vel kunnugt um ákvæði frv. Það verður þá að taka því, sem hæstv. ráðh. kann að gera við frv. í Ed., — hann verður að haga því eins og honum sýnist.

Þó að ég hefði fremur kosið að bíða með að taka til máls, þar til hv. 5. þm. Reykv. væri búinn að flytja sína ræðu, ef ég hefði ekki þurft að svara þessari fyrirspurn, þá verð ég nú að athuga lítilsháttar ræðu hv. þm. Ak. Ég verð að segja hv. þm. það, að ég hygg, að hann hefði haft mjög gott af því að skjótast sem snöggvast inn í smábarnaskóla og setjast þar á bekk með börnunum, rifja upp stafrófið og kynnast nýjustu kennsluaðferðunum.

Hv. þm. vítir mjög kröfur kennarastéttarinnar og telur þær hóflausar. Ef kennararnir eru sérstaklega ósanngjarnir að því er þetta frv. snertir, þá vil ég benda á það, að meðan ósanngirnin í kröfum þeirra er ekki lengra komin en raun ber vitni um að því er snertir launaþáttinn, sem flestir gera mestar kröfur til, þá er ósæmilegt fyrir hv. þm. Ak. að varpa slíkum gífuryrðum til kennarastéttarinnar, því að hún mun vera lægst launaða stéttin hér á landi. (GÍ: Er það af því að hún hafi ekki gert launakröfur?). Já, kennararnir hafa verið mjög hógværir í þeim efnum. Þeir hafa fetað sig áfram smátt og smátt. Þeim hefir verið það ljóst, að menntun þeirra var að ýmsu leyti ábótavant, og þess vegna hafa þeir jöfnum höndum gert kröfur til sjálfra sín um menntun stéttarinnar og um laun fyrir störf sín. Þessu hafa þeir unnið að leynt og ljóst, með óbifanlegri von og jafnvel vissu um, að hvorttveggja myndi aukast og fara vaxandi. Kennarastéttin hefir jafnt og þétt alið á því, að menntunarskilyrðin yrðu bætt sem mest fyrir kennarana, og hert á kröfunum til þeirra um sem beztan undirbúning til kennarastarfsins. Þetta tel ég kennurunum til mikils sóma, að þeir hafa alltaf haft kröfurnar um aukna fræðslu og menningu sem nr. 1, en launakröfuna nr. 2. — þeim manni, sem eins og hv. þm. Ak. dettur í hug að segja aðra eins fjarstæðu og þá, að með þessu sé kennarastéttin að beita þjóðina þrælatokum — þeim manni veitir ekki af að fara aftur í smábarnaskóla og læra einföldustu fræðin.

Hv. þm. sagði, að í kennarastéttinni væru margir ónothæfir kennarar. Það getur vel verið satt. Við vitum það vel, að það er svo um allar stéttir, að þar eru fleiri eða færri lítt hæfir og jafnvel óhæfir starfsmenn. Kennarastéttin velt þetta sjálf og viðurkennir; og væri betur, að aðrar stéttir væru sér þess jafnvel meðvitandi um sína stéttarbræður. Ég geri ráð fyrir, að innan þeirra stétta, sem notið hafa lengri skólagöngu og meiru hefir verið til kostað af þjóðfél., séu ýmsir einstaklingar, sem þjóðin mætti sannarlega vera laus við sér að skaðlausu.

Þá sagði hv. þm. Ak., að þrátt fyrir það, að barnakennarastéttin væri búin að njóta sérmenntunar í hálfan mannsaldur, og meira en það, þá væri hún samt skipuð mörgum illa upplýstum og óhæfum mönnum; og svo væru kennararnir að beita þjóðina þrælatökum með kröfum sínum. En hefir hv. þm. athugað, af hverju það stafar, að svo misjafnir menn eru innan kennarastéttarinnar, þó að hún hafi notið sérmenntunar á sínu sviði í meira en hálfan mannsaldur? Það er af því, að kennararnir létu hagsmuna- og menningarmál stéttarinnar afskiptalaus fyrstu árin. Þeir skildu ekki þá það, sem þeir sjá nú, að þeim ber að hafa öflug samtök um að auka menntun og þroska stéttarinnar og bata jafnframt kjör hennar. Það eru höfuðskilyrðin fyrir því, að kennarastéttin verði þjóðholl og fær um að gegna sínu vandasama hlutverki.

Mér þótti vænt um, að hv. þm. Ak. skyldi benda á þetta og gefa mér tilefni til að gera grein fyrir því, hversu léleg kennarastéttin getur verið, ef hún vakir ekki sjálf yfir sínum verkefnum og sjálf sér hagsmunum sínum borgið. Aðrir gera þetta ekki, nema þeir séu til þess hvattir af einbeittri stétt. Þetta sanna orð hv. þm. Ak.

Ég held að ég hafi þá svarað höfuðatriðunum, sem fram komu í ræðu hv. þm., og þó að einhverjir af andstæðingum frv. eigi enn eftir að tala, þá vona ég, að hæstv. forseti taki ekki hart á því, þó að ég þurfi að gera nokkrar aths. við ræður þeirra síðar.