07.12.1935
Sameinað þing: 27. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 236 í B-deild Alþingistíðinda. (270)

1. mál, fjárlög 1936

Forseti (JBald):

Þessi umr. fjárl. hófst kl. 2 í dag, og ég let þá ýmsa hv. þm. skilja það, að ekki yrði haldinn fundur lengur en til kl. 7. Nú hafa ýmsir hv. þm. notað sér af þessu og farið burt af fundi, og það hefir komið að því, að enginn hefir verið á mælendaskrá. Samt hefi ég ekki slitið umr., af því mér þótt það ekki við eiga við 2. umr. fjárl., jafnvel þó svo fáar brtt. lægju fyrir frá einstökum þm. eins og raun ber vitni. Það hefir verið venja, að þm., sem brtt. eiga, hafa talað fyrir þeim og síðan frsm. svarað. Þóttist ég því vita, að ef 10–11 þm. töluðu, mundu þessar umr. ekki verða búnar í kvöld kl. 7. En þar fyrir var ekki rétt, að þm. færu burt af fundi án þess að fá til þess leyfi forseta. Það er sannast að segja leitt, hvað hv. þm. eru oft óstundvísir og tefja með því störf þingsins. Ég vil því vænta þess, einkanlega þar sem tíminn er svo naumur til hátíða — en fyrir þann tíma þarf þingið að hafa lokið störfum sínum —, að hv. þm. sæki nú betur fundi heldur en verið hefir, komi stundvíslega, svo hægt sé að taka málin strax fyrir, en það hefir oft þurft að bíða eftir því í margar mínútur, að fundur væri lögmætur.