05.12.1935
Efri deild: 87. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 1821 í B-deild Alþingistíðinda. (2800)

192. mál, bráðabirgðatekjuöflun til ríkissjóðs

Þorsteinn Þorsteinsson:

Það er nú þegar búið að ræða mikið um frv. þetta. Ég sé ekki ástæðu til þess að fara nú út í það almennt, en lýsi því yfir strax, að ég er mótfallinn 3. gr. frv. að öllu leyti, en þar sem ég geri ráfi fyrir, að búið sé að ákveða að samþ. frv. þetta af stjórnarflokkunum, þá vildi ég samt sem áður koma fram hér með brtt., sem ég hefi þegar afhent hæstv. forseta og beðið hann að bera undir hv. d. á sínum tíma. Sú brtt. er aðeins til leiðréttingar, að mér skilst, á fn-. þessu. Það hafa fallið undan einstaka tegundir, sem ég geri ráð fyrir, að sé af gleymsku. Ég hefi viljað bæta úr þessu, en ég hefi ekki tekið upp nema litinn hluta af yí, sem hefði átt að lagfæra. Það eru baunir, hveiti og svo trjáviður og þakjárn. Eftir því, sem frc. þetta er nú, skilst mér, að þessar fjórar tegundir falli undir 2% gjaldið. Ég hefi ekki rekið mig á, að þær séu neinstaðar teknar undan hér í frv. Ég tel þessar vörur svo nauðsynlegar, að ekki sé ástæða til þess að setja á þær verðtoll. Nú nýlega var borið fram frv. um styrk til byggingar á járnvörðum heyhlöðum, og í þær þarf bæði járn og timbur. Þetta frv. er nú búið að fella, og ég get tæplega trúað því, að því verði nú ennfremur svarað með því að setja toll á það efni, sem þarf til þessara bygginga. Annars vænti ég þess, að hv. stjórnarflokknr taki þessa till. mína til athugunar og samþ. hana.