09.12.1935
Sameinað þing: 28. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 245 í B-deild Alþingistíðinda. (281)

1. mál, fjárlög 1936

Finnur Jónsson:

Ég vil leyfa mér að gera aths. við það, sem hv. 1. þm. Skagf. sagði um þá till., sem hér liggur fyrir um að fella niður prentun a ræðupartí þingtíðindanna, og eins hitt, að hætt sé að skrifa þingræður hér á þingi, því að það ber þessi till. vissulega með sér. Hv. þm. sagði, að með því, sem hér kynni að verða samþ., væri ekkert sagt um það, hvort þessi kostnaður felli niður eða ekki. En það er greinilegt, að þessi till. hv. fjvn. byggist algerlega á þessu, og engu öðru; það ber 9. gr. í nál. ljósan vott um, og í starfsmannaskrá hv. n. er ekki gert ráð fyrir nema 2 þingskrifurum.

Það má vel vera, að í þessu frv. til fjárl., sem hér liggur fyrir, og í till. hv. fjvn. séu liðir, sem byggjast á væntanlegum lagabreyt., en ég efa, að það séu margir liðir í fjárlfrv. sjálfu eða í till. hv. n., sem ganga jafnmikið í berhögg við gildandi lög eins og þessi till. Ég vil því ítreka það við hæstv. forseta, að hann taki það til athugunar, hvort ekki beri að vísa þessari till. frá.