04.03.1935
Efri deild: 16. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 2003 í B-deild Alþingistíðinda. (2918)

32. mál, loftskeytastöðvar í skipum

Magnús Guðmundsson:

Ég tók svo eftir, að hv. flm. legði til, að þessu máli yrði vísað til allshn., en mér finnst, að það eigi undir öllum kringumstæðum að fara til sjútvn., enda var það þar á síðasta þingi. Geri ég það því að minni till., að frv. verði vísað til sjútvn.

Ástæðan, sem hv. flm. færði fyrir því, að rétt væri að vísa málinu til allshn., var sú, að vitað væri um afstöðu meiri hl. sjútvnm. til þessa máls. Ég vil nú benda á það, að allir hv. þdm. létu uppi álit sitt um þetta mál fyrir tveimur mánuðum síðan. Og ef hann heldur, að allir aðrir en þeir, sem sæti eiga í sjútvn., hafi snúizt í þessu máli, þá held ég, að hann geti alveg eins vel gengið út frá því, að þeir hafi snúizt, sent þar eru. En aðalatriðið er, að ekki sé ruglað málum á milli n. (SÁÓ: Það hefir þó verið gert, meira að segja í þessari d.). Ég man ekki eftir neinu dæmi eins auðsæju og þessu. (SÁÓ: Hvernig var það með áfengisl.?). Vildi hv. þm. láta vísa því frv. til sjútvn.? Ég geri það að minni till., að þessu máli verði vísað til sjútvn.