10.12.1935
Neðri deild: 95. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 2038 í B-deild Alþingistíðinda. (2969)

133. mál, framfærslulög

Thor Thors [óyfirl.]:

Það algerlega óvanalega hefir hér komið fyrir, að allshn. er í aðaldráttum sammála. Ástæðan fyrir því, að við sjálfstæðismenn mælum með því, að frv. gangi fram, er sú, að við teljum, að öll höfuðatriði þess miði í rétta átt. Við erum með því, að sveitfestin sé afnumin, að fátækraflutningarnir séu afnumdir og að framfærslunni sé jafnað milli sveitarfélaganna meira en verið hefir. Einnig teljum við nauðsynlegt, að ríkið hlaupi undir baggann og rétti sveitarfélögunum hjálparhönd. öllum þessum meginatriðum erum við hlynntir.

En það voru nokkrar smávægilegar breyt., sem við sjálfstæðismenn í allshn. höfðum hugsað okkur að bera fram. En þar sem þeir hv. þm. V.-Sk., hv. 7. landsk. og hv. þm. Borgf. hafa borið fram rækilegar brtt. við frv„ sem við erum í öllum aðalatriðum hlynntir, sjáum við ekki ástæðu til þess að bera fram sérstakar brtt.