20.12.1935
Neðri deild: 104. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 2182 í B-deild Alþingistíðinda. (3139)

184. mál, bráðabirgðabreyting nokkurra laga

Pétur Ottesen:

Ég vildi aðeins benda á það, í samræmi við það, sem ég hélt fram í gær, að með þeirri aðferð, sem hæstv. forseti hyggst að viðhafa við þessa atkvgr., sem sé að bera upp sínar brtt. í einu lagi, þá eru þeir, sem greiða atkv. með þeim brtt., að samþ. að fella niður 4 liði frv. Nú getur það vel verið svo, að einhverjir vilji fella niður 2 eða 3 liði af þessari brtt., en séu að öðru leyti með henni. Mér finnst því hæstv. forseti setja menn í nokkuð erfiðar kringumstæður með því að vilja haga þessari atkvgr. þannig.

Það var við þetta, sem ég átti í gær, þegar ég fór fram á það við hæstv. forseta, að hann liti sömu augum á sína brtt. eins og okkar brtt. og að hver liður hennar væri borinn upp í sambandi við frv.