25.11.1935
Efri deild: 78. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 2284 í B-deild Alþingistíðinda. (3269)

154. mál, verslun með kartöflur og aðra garðávexti

Frsm. (Bernharð Stefánsson):

Það er að vísu óneitanlega nokkurt fjárhagsatriði falið í þessu frv., en svo hefir verið um fleiri frv., sem lögð hafa verið fyrir þingið, án þess að þeim hafi vegna þess atriðis verið vísað til fjvn. eða nokkuð undir hana borin, og það þó um stærri atriði hafi verið að ræða en eru í þessu frv. Ég skal ekki beinlínis mótmæla því, að málið verði tekið af dagskrá nú, enda ræður hæstv. forseti því vitanlega einn. En mér þykir það dálítið undarlegt, ef nú á að taka þetta eina mál af þeirri n., sem um það hefir fjallað og vísa því til fjvn. Ég veit ekki heldur hvort fært er að bæta á hana störfum með því að láta hana fara að fjalla um fjöldamörg frv., auk annara starfa, sem hún hefir fyrir. A. m. k. þætti mér skemmtilegra að sjá framan í fjárl. áður en vísað er til fjvn. mörgum frv., því hv. fjvn. hefir nú haft fjárlagafrv. óvanalega lengi til meðferðar og er marga farið að lengja eftir nefndarálitinu.