30.11.1935
Efri deild: 83. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 2286 í B-deild Alþingistíðinda. (3274)

154. mál, verslun með kartöflur og aðra garðávexti

Jónas Jónsson [óyfirl.]:

Fjvn. hefir athugað frv. þetta frá hinni fjárhagslegu hlið, sem snýr að ríkissjóðnum, og hafa tveir af þremum nm., sem sæti eiga í n. héðan úr hv. Ed., orðið sammála um að flytja við það brtt. þær, sem eru á þskj. 645. Fyrst leggjum við til, að í staðinn fyrir, að í frv. stendur, að grænmetisverzlunin skuli láta reisa geymslu- og markaðsskála o. s. frv., komi, að henni sé það heimilt. — Þá þótti okkur rétt að bæta aftan við gr. þeirri aths. að í framkvæmd þessara bygginga mætti ekki ráðast nema með samþykki ríkisstj. og fjvn. Þetta verður að teljast rétt með tilliti til þess ástands, sem nú er í þinginu, að hnitmiða verður niður öll útgjöld, hverju nafni sem þau nefnast, og ennfremur sakir þess, að mjög er erfitt með allt byggingarefni eins og sakir standa nú. Það minnsta sem hægt yrði að gera, væri þó það, að láta fram fara rannsókn um, hvað verkið myndi kosta, áður en lagt væri út í það. Sumum okkar fannst líka, að jafnvel gæti komið til greina að nota kjallara þjóðleikhússins til geymslunnar, ef hann væri innréttaður með það fyrir augum. Ennfremur höfum við lagt til, að sú breyt. verði gerð á brábabirgða ákvæðum frv., að verðlauna ekki framleiðsluna til neyzlu á heimilunum, heldur aðeins það, sem verður til sölu, og í sambandi við það leggjum vita til, að fyrir töluna 10 á tveimur stöðum í 9. málsgr. komi talan 5. Með því er lagt til, að ekki verði veitt verðlaun fyrir minni aukningu en 5 tunnur, ef um einstaka framleiðslu er að ræða.