22.11.1935
Neðri deild: 80. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 81 í C-deild Alþingistíðinda. (3491)

62. mál, hafnarlög Siglufjarðar

Frsm. (Sigurður Kristjánsson) [óyfirl.]:

Það var auðvitað ekki annað en útúrsnúningur, sem hv. þm. sagði um, hvað þetta ákvæði frv. ætti að gilda lengi. Brtt. hv. 8. landsk. er fyrir löngu fram komin, og ég hefi lýst fylgi mínu við hana, þó ég upphaflega ætlaði að breyta henni af ástæðum, sem ég hefi tekið fram. Það tekur því varla að eltast við aðra eins vitleysu og þá, að innflutningsgjald af tunnum beri að reikna með það vita allir, að greiða þarf ríkissjóði tolla af vöru, sem flutt er inn, eins og salti og kolum, og það er ekki hægt að reikna með því, sem kemur ekki þessu máli við og er allt annað.

Annars get ég út af ræðuhöldum hv. þm. Alþfl. og málflutningi þeirra gjarnan tekið undir það, sem stendur í blaði bandamanna þeirra í mörgun, að þeir [vantar í hndr.], og er það sízt ofmælt.