07.03.1935
Neðri deild: 22. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 177 í C-deild Alþingistíðinda. (3569)

45. mál, barnavernd

Gísli Sveinsson:

Ég ætla ekki á þessu stigi málsins að taka neitt til máls, en vil aðeins leyfa mér að styðja till. hv. flm. um það, að vísa málinu til allshn., því það er alls ekki tilfellið, að það eigi heima í menntmn. Auk þess er svo mikið athugavert við þetta frv., að það er rétt, að allshn., þar sem hv. flm. á ekki sæti, taki þetta mál til rækilegrar meðferðar, að fengnum betri upplýsingum en hann hefir haft tíma til að afla sér. Mín till. er því eins og hv. flm., að frv. fari til allshn.; það hefir þörf á því og heyrir undir hana.