25.11.1935
Efri deild: 78. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 800 í C-deild Alþingistíðinda. (4476)

60. mál, klakstöðvar

Magnús Guðmundsson:

Ég saknaði þess í ræðu hv. 4. landsk., að hann skyldi ekki geta um það hvað, n. teldi, að það mundi kosta ríkissjóð að kaupa veiðiréttindin og húsið Árnes við Laxá í Kjós, er um ræðir í nál., því það er atriði, sem mikils er um vert. Hann mun hafa hugsað um það, og ég hefi ástæðu til að halda að hann geti gefið upplýsingar í því efni, þar sem ég ætla, að húsið sé eign þess banka, sem hann er forstjóri fyrir, (JBald; Nei, það er einkaeign). Nú, hv. þm. getur þá máske gefið upplýsingar um, hvað það hefir verið selt. Það er sannarlega ekki. ástæðulaust að spyrjast, fyrir um kostnaðarhliðina á þessu, máli, þegar, borið er fram hér í d. hvert frv. á eftir öðru, þar sem ríkisstj. er heimilað að verja fé úr ríkissjóði, án þess að nokkrar áætlanir séu látnar fylgja um, hvað kostnaður við framkvæmd þeirra muni nema háum upphæðum. Það er vissulega fullkomin, ástæða til, að hv. frsm. gefi upplýsingar um kostnaðarhliðina; það getur vitanlega haft áhrif á, hvernig atkv. þdm. falla um frv. — Ég vil segja það fyrir mitt leyti, að ég er ragur við að lagt verði út í svona framkvæmdir á þessum tímum og mun varla greiða atkv. með frv.