20.02.1935
Efri deild: 8. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 416 í B-deild Alþingistíðinda. (456)

4. mál, tekjuskattur og eignarskattur

Atvmrh. (Haraldur Guðmundsson):

Ég vil mælast til þess, að hv. fjhn., sem væntanlega fær þetta mál til meðferðar, taki það til athugunar fyrir 2. umr., hvort ekki væri tiltækilegt að gera aðra lítilsháttar breyt. á tekju- og eignarskattslögunum, þess efnis, að undirskattanefndum væri falið að greina framteljendur til tekju- og eignarskatts í tvo flokka, þannig að þeir, sem aðeins greiða annan skattinn, t. d. tekjuskatt, væru taldir í öðrum flokki en þeir, sem greiða bæði tekju- og eignarskatt. Það kemur sí og æ í ljós, þegar verið er að afla upplýsinga um þjóðhagsleg efni, hversu torvelt er að vinna úr skattaskjölunum, þegar þetta er ekkert flokkað af undirskattanefndum eða búið í hendur þeirra aðilja, sem úr skjölunum eiga að vinna. Erlendis er þeirri reglu fylgt í þessum efnum, að það er gerð nákvæm grein fyrir því, hvernig framteljendur til skatts skiptast í tekju- og eignarflokka. Ég held það sé eðlilegast, að skattanefndir hafi þetta starf með höndum. Vil ég svo biðja hv. fjhn. að athuga þetta áður en málið kemur aftur fyrir þd.