22.03.1935
Efri deild: 32. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 131 í D-deild Alþingistíðinda. (4821)

103. mál, drykkjumannahæli

Frsm. (Sigurjón Á. Ólafsson) [óyfirl.]:

Allshn., hefir haft málið lengi til meðferðar, því að það var sent n. 22. marz s. l. Á fyrri hluta þingsins hefir n. gert ráðstafanir til að leita umsagnar nokkurra stofnana. Það hefir verið leitað umsagnar fræðslumálastjóra, landlæknis og barnaverndarráðs Íslands. Aðeins hið síðasta hefir svarað. Gögnin eru nýkomin, og hefir allt ef til vill ekki verið lesið. Samt er n. eindregið á þeirri skoðun, að eins og nú standa sakir, þá sé nauðsynlegt að slíkt hæli komist upp. Ég hefi heyrt margar upplýsingar úr bænum, en reyndar ekki frá lögreglustjóra, sem benda á, að horfir til vandræða af hinni miklu drykkjuskaparfýsn og drykkjuskaparöld, sem hefir skapazt við innleiðingu hinna sterku vina. (BSt: Ég held hún hafi verið komin áður). Það hefir a. m. k. versnað mikið síðan. Því að þótt drykkjuskapur væri áður, þá hefir samt ekki borið eins á því, að menn drykkju frá sér ráð og rænu eins og nú. Aðalgriðastaðurinn fyrir þessa menn nú er Kleppur. Ég má fara með þau ummæli ettir yfirlækninum þar, Helga Tómassyni, að þeir geti ekki annað því að taka við þessum mönnum, sem leitað er þar hælis fyrir. Það er því augljóst, að það hefir mjög mikla þýðingu fyrir þá menn, sem eru svo ógæfusamir að lenda inn á þessa braut, að ríkið athugi, hvort ekki sé hægt að koma upp hæli fyrir þá, sem væri í senn lækninga- og uppeldisstofnun.

Í till., sem hér liggur fyrir, felst ekki annað en að fela stj. að undirbúa stofnun drykkjumannahælis. Síðan kemur til kasta Alþingis að ákveða, hvað mikið það vill leggja í sölurnar. N. leggur til, að málið verði vendilega athugað af stj. og undirbúið fyrir síðari þing.

Það en ekki ástæða til að ræða þetta frekar. Till. talar skýrt sínu máli og grg., er henni fylgir. Ég vil að endingu benda á, að eftir upplýsingum frá barnaverndarráði, er leitaði umsagnar um málið, hafa 4 bæjarfógetar á landinu látið það í ljós, að ekki minna en 22 menn í þessum 4 bæjum ættu tvímælalaust heima á drykkjumannahæli. Hæst er talan á Akureyri, þar sem 10 menn að dómi bæjarfógeta þurfa slíka víst.

Ég læt svo úttalað um till., nema gefist frekari tilefni. Ég legg til f. h. n., að hún verði samþ.