16.02.1935
Neðri deild: 3. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 557 í B-deild Alþingistíðinda. (683)

8. mál, lántaka fyrir ríkissjóð

Fjmrh. (Eysteinn Jónsson):

Út af hinni skrifl. brtt., sem komin er fram, vil ég geta þess, að það er til þess ætlazt, að um leið og þessi nýja lánsheimild verður samþ., falli hin eldri úr gildi. Þetta má vitanlega gera með tvennu móti, fyrst og fremst með því að setja ákvæði inn í þetta nýja frv. um að hin eldri lánsheimild falli úr gildi, eins og gert er. Í öðru lagi er það hægt með því móti, að bera fram nýtt frv. um afnám l. nr. 19 frá 9. jan. þ. á. Hvor leiðin er farin, skiptir ekki miklu máli. Ég get alveg eins fellt mig við það, að borið sé fram sérstakt frv., og mun stj. beita sér fyrir, að slíkt frv. verði borið fram, ef brtt. hv. 2. þm. Reykv. verður samþ.