07.03.1935
Neðri deild: 22. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 572 í B-deild Alþingistíðinda. (792)

42. mál, póstlög

Frsm. (Thor Thors):

Út af fyrirspurn hv. 9. landsk. þm. skal ég geta þess, að þetta burðargjald var talið síðastl. ár yfir sumarmánuðina 13000 kr. og yfir vetrarmánuðina 19000 kr., eða samtals 32 þús. kr. Burðargjald að sumrinu er nú 50 au. á kg., en á vetrum 1 kr. á kg. Eftir þessu er því póstflutningurinn rúml. 26. þús. kg. yfir sumarmánuðina en yfir vetrarmánuðina 19 þús. kg., — samtals 45 þús. kg. yfir árið. Ef miðað er við þetta magn af flutningi og að gjaldið yrði eins og frv. gerir ráð fyrir yrðu tekjur ríkissjóðs 12500 kr. verði frv. að lögum, yrði sú lækkun, sem póstsjóður yrði að sætta sig við, um 19500 kr. En eins og ég gat um áðan, mundi þetta að nokkru geta lagfærzt við aukin viðskipti við póstsjóð, sem leiddu af lækkun þessa gjalds, einkum ef það skipulag yrði upp tekið sem tíðkast víða erlendis, að menn skrifi sig fyrir blöðunum hjá pósthúsinu, í stað þess að gerast áskrifendur beint hjá útgáfustjórnum blaðanna.

Ég vil í þessu sambandi geta þess, að þetta gjald er nokkuð öðruvísi útreiknað í nágrannalöndunum, t. d. Danmörku og Svíþjóð. Þar mun það nema um 12 au. á kg., í Noregi er það frá 121/2 upp í 13 au. á kg. — En eins og hv. þdm. sjá, þá er hér gert ráð fyrir, að gjaldið verði 15 au. á kg.