25.03.1935
Efri deild: 34. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 615 í B-deild Alþingistíðinda. (916)

86. mál, sala og meðferð íslenskra afurða

Magnús Jónsson [óyfirl.]:

Ég er út af fyrir sig meðmæltur þessu frv. og gerði þess vegna ekki ágreining í n. Ég álít, að það sé eðlilegt, þegar gerðar eru slíkar ráðstafanir, sem eiga að miða að því að hakka verð vara, þá leggist kostnaðurinn á þá voru, sem um er að ræða. En eins og kom fram við 1. umr. þessa máls, þá er dálítil mótsögn í því að leggja kostnað á þann aðila, sem ekki getur ráðið, hver sá kostnaður verður, þ. e. a. s., að um leið og þessi kostnaður er lagður á afurðina, sem n. eiga að sjá um sölu á, verður að tryggja, að þeir, sem vöruna eiga að selja, geti haft hönd í bagga með því, hverju kostað er til. Þetta er sjálfsögð og eðlileg krafa. Það er hart fyrir menn að láta aðra ráðstafa því, sem þeir eiga sjálfir að bera kostnaðinn af. Ég hefi þess vegna borið fram brtt. um það, að bæta inn á eftir 4. gr. nýrri gr., þar sem segir, að ákvæði 1.—4. gr. komi því aðeins til framkvæmda, að eigendur afurða þeirra, sem í hverju tilfelli ræðir um, hafi meiri hl. í umræddri n. og geti því haft vald á framkvæmdum öllum og kostnaði, sem til er stofnað í n. Það má náttúrlega segja, að þetta gæti orðið erfitt í framkvæmdinni, þar sem l. mæla öðruvísi fyrir eða þannig, að það er undir hælinn lagt, hvort framleiðendur eru í meiri hl. eða ekki. Ég vil taka t. d. síldarútvegsn., þar sem Sþ. kýs meiri hl. Það getur því verið undir hælinn lagt, hvernig þau 3 sæti skipast, hvort þar lenda menn, sem hafa hagsmuna að gæta beinlínis við sölu þessarar voru eða ekki. Og yfirleitt eru n. skipaðar með þessu dæmalausa nýmóðins lagi, að hinar og þessar stofnanir, eins og S. Í. S., skuli tilnefna einn mann, og það jafnvel í fiskimálanefnd. Þetta hefir orðið að meiri ágreiningi í einu máli heldur en öðrum, nefnilega í mjólkurmálinu. Það hafa komið fram háværar raddir um það, að mjólkurframleiðendur hefðu meiri hl. í mjólkursölunefndinni. Og það er dálítið hart, þegar framleiðendur, sem nálega allir óska eftir öðruvísi ráðstöfunum heldur en gerðar hafa verið, eru dæmdir til þess að borga kostnaðinn við n., sem þeir hver í kapp við annan mótmæla og telja sér til skaða.

Ég sé svo ekki ástæðu til að svo stöddu að fara frekar út í þetta. Þessari till. minni á þskj. 267 var útbýtt núna á fundinum, en hún er stutt og einföld svo hv. þm. ættu ekki að vera í neinum vandræðum að átta sig á því, hvað hér er um að ræða.