28.02.1935
Neðri deild: 16. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 659 í B-deild Alþingistíðinda. (956)

27. mál, trjáplöntur og trjáfræ

Frsm. (Jón Pálmason):

Frv. það, er hér liggur fyrir á þskj. 29, lá fyrir síðasta þingi og fékk afgreiðslu í landbn., en var fellt hér í hv. d. við 2. umr., eins og menn muna, án þess að á móti því væri mælt. Nú hefir meiri hl. landbn. lagt Þetta frv. fram á ný, til þess að fá frekari fullvissu um, hvort hæstv. Alþingi vill verða við því að samþ. það eða ekki.

Ég sé að þessu sinni ekki neina ástæðu til þess að fara út í efnishlið málsins, með því líka að í grg. frv. er tilgangi þess lýst það rækilega, að ekki virðist þörf á að bæta þar miklu við. Það skal fram tekið, að minni hl. landbn., hv. þm. Ak., er mótfallinn málinu.

Að svo mæltu vil ég mælast til, að málinu verði vissu til 2. umr., og þar sem það kemur frá n., sé ég ekki ástæðu til, að því sé vísað til n.