06.05.1936
Sameinað þing: 18. fundur, 50. löggjafarþing.
Sjá dálk 279 í B-deild Alþingistíðinda. (120)

1. mál, fjárlög 1937

Forseti (JBald):

Það er gert ráð fyrir, að málið verði tekið af dagskrá nú og að fundi verði slitið. Þó getur svo farið, að málið verði aftur tekið á dagskrá í kvöld, og verður þá fundur boðaður með dagskrá. Vil ég benda hv. þm. á, að stutt er eftir af þingtíma, en eftir að ljúka mörgum málum, sem þarf að ræða, og væri því gott, ef hægt væri að ljúka umr. um þetta mál í kvöld, eða þó að það gengi eitthvað fram á nóttina. Jafnframt vildi ég biðja hv. frsm. fjvn. að vera viðbúna að tala um till. einstakra þm.

Næsti fundur verður svo boðaður með dagskrá. e. t. v. í kvöld.