06.05.1936
Efri deild: 66. fundur, 50. löggjafarþing.
Sjá dálk 879 í B-deild Alþingistíðinda. (1327)

124. mál, ríkisborgararéttur

Frsm. (Sigurjón Á. Ólafsson):

Allshn. þessarar d. hefir yfirfarið skilríki þessara manna, sem hér um ræðir, og hefir ekkert við þau að athuga. Þeir uppfylla þau skilyrði, sem l. setja, að undanteknum einum manni, sem er fæddur á Íslandi, en hefir dvalið í Ameríku. N. er þeirrar skoðunar, að rétt sé að veita þessum manni íslenzkan ríkisborgararétt, þar sem hann starfar við innlent fyrirtæki.