19.02.1936
Sameinað þing: 3. fundur, 50. löggjafarþing.
Sjá dálk 10 í B-deild Alþingistíðinda. (15)

Kosning fastanefnda

Ólafur Thors:

Sjálfstæðisflokkurinn getur aðhyllzt, að Bændafl. fái fulltrúa í þessa n. Það verður að viðurkenna, að að því leyti sem tilgangurinn er, að utanríkismálanefnd vinni eins og hún til skamms tíma hefir gert, þá sé það eðlilegt og heppilegt, að allir flokkar eigi bar fulltrúa. Ég get því f. h. Sjálfstfl. lýst því yfir, að hann er reiðubúinn til þess að samþ. nú þegar fjölgun í n. í því skyni, að Bændafl. komi þar manni að.