02.05.1936
Neðri deild: 61. fundur, 50. löggjafarþing.
Sjá dálk 1193 í B-deild Alþingistíðinda. (1785)

120. mál, jarðræktarlög

*Héðinn Valdimarsson:

Í sambandi við það, að ég bað um nafnakall við þessa atkvgr., vil ég taka það fram, að mér finnst vel hlýða, að atkvgr. um stórmál fari fram að viðhöfðu nafnakalli, ekki sízt til þess að sýna það, sem deilt var um hér áðan, hverjir mæta, — hverjir láta sig yfirleitt málin svo miklu skipta, að þeir greiði atkv. um þau. Ég hygg, að það komi í ljós, ef farið er í gegnum nafnaköll þessa þings og fleiri þinga, að sjálfstæðismenn láta sig oft vanta.