08.05.1936
Efri deild: 69. fundur, 50. löggjafarþing.
Sjá dálk 1382 í B-deild Alþingistíðinda. (1975)

137. mál, viðbótarrekstrarlán handa Landsbanka Íslands

Magnús Guðmundsson:

Ég ætla ekki að skipta mér af afgreiðslu þessa máls. En mér finnst satt að segja, að þetta frv. hljóti að vera nokkurskonar yfirlýsing frá stj. um það, að hún telji sig geta haldið viðskiptunum við útlönd gangandi, ef hún fær þessu heimild og notar bana. Ef svo væri, að stj. teldi, að hærri upphæð væri nauðsynleg til þess að geta haldið í horfinu, þá mundi hún fara fram á hærri upphæð, ef hún á annað borð álítur, að hægt sé að fá hana. Ég vil aðeins taka það fram, að ég skil framkomu og samþykkt þessa frv. á þann hátt, sem nú var frá skýrt. En ég tek það jafnframt fram, að mér sýnist, eftir því, sem nú horfir við, að þessi upphæð sé lægri heldur en búast má við, að hægt sé að komast af með. Það getur verið, að það sé af því, að stj. treystir sér ekki til þess að fá hærri upphæð.