28.04.1936
Neðri deild: 58. fundur, 50. löggjafarþing.
Sjá dálk 127 í C-deild Alþingistíðinda. (2273)

128. mál, alþýðutryggingar

Flm. (Thor Thors):

Hv. 1. landsk. segir, að ekkert gamalmenni hafi átt rétt til ellistyrks samkv. 1., sem áður giltu. Þetta er hártogun. Hann veit, að lagður hefir verið sérstakur skattur á menn til þess að geta úthlutað ellistyrk, og hann veit, að honum hefir verið úthlutað árleg. og að það var ætlazt til þess.

Hann segir, að réttur þessara gamalmenna, sem eru á aldrinum 60–67 ára, yrði ekki meiri, þó að mitt frv. yrði samþ. En samkv. 2. gr. þessa frv. er beint sagt, að greiðsla ellilífeyris hefjist. þegar hinn tryggði verði 60 ára. M. ö. o., þetta frv. miðar að því að gefa fólki á aldrinum 60–67 ára þann fyllsta rétt, sem aldrað fólk á nú samkv. lögum. Það er ekki ætlun mín, að ég vilji hér skapa neina yfirstétt, þar sem er fólk á aldrinum 60–67 ára, en ég vil, að það fái sama rétt og þeir, sem eru komnir yfir 67 ára aldur, því að það verður að viðurkennast, að margt af þessu fólki á við ástæður að búa, sem eru engu betri en hjá því fólki, sem komið er yfir það aldurstakmark, sem menn hafa hér hengt sig í.

Hv. þm. sagði, að það skipti ekki miklu máli, hvort frv. mitt nær fram að ganga. Ég vænti því að hann bregði ekki fæti fyrir frv., því að það er sanngirnismál, og vona því, að hann greiði framgang þess.