04.04.1936
Neðri deild: 42. fundur, 50. löggjafarþing.
Sjá dálk 358 í B-deild Alþingistíðinda. (268)

2. mál, bráðabirgðabreyting nokkurra laga

Fjmrh. (Eysteinn Jónsson):

Hv. þm. Mýr. kvaðst vænta þess, að ef frestað væri framlaginu til ræktunarsjóðs, þá mundi ríkisstj. sjá um að selja skuldabréf fyrir sjóðinn, þannig að hann fengi svipað fjármagn til umráða eins og hann hefði fengið, ef framlaginu hefði ekki verið frestað. Ég skal taka það fram, að það vakir fyrir stj. að gera þetta á árinu 1937, eins og hún hefir gert á yfirstandandi ári.