26.02.1936
Efri deild: 9. fundur, 50. löggjafarþing.
Sjá dálk 567 í C-deild Alþingistíðinda. (2883)

43. mál, berklavarnir

*Fjmrh. (Eysteinn Jónsson):

Ég vildi aðeins við þessa umr. málsins segja til þeirrar n., sem endanlega kann að fá þetta mál til meðferðar, að ég vildi gjarnan fá tækifæri til að tala við þá n. áður en hún ritar nál., m. a. til að gefa upplýsingar um, hversu innheimta þessa gjalds hefir gengið. Það hefir verið mikið látið af því, að hún hafi gengið illa. Er að vísu rétt, að nokkur sýslufélög og kaupstaðir standa í óbættri sök út af þessu gjaldi. En þó er þetta ekki eins mikið og menn almennt hafa álitið. Og á síðasta ári hefir innheimtan gengið sæmilega, þó að til séu undantekningar. En um þetta og fleira vil ég upplýsa nefndina.

Að öðru leyti sé ég ekki út af fyrir sig nokkru möguleika á því, að ríkið geti verið án þess að fá þetta gjald frá sýslufélögunum, eða svo sýnist mér útlit um afgreiðslu fjárlaganna í þinginu. En út í það fer ég ekki frekar nú.