06.04.1936
Efri deild: 46. fundur, 50. löggjafarþing.
Sjá dálk 569 í C-deild Alþingistíðinda. (2900)

43. mál, berklavarnir

*Sigurjón Á. Ólafsson:

Ég vil upplýsa það um framfærslufrv., að það kom ekki til n. fyrr en 23. f. m. Fyrir n. hafa síðan legið ýms stór mál, svo að henni hefir ekki unnizt tími til að afgreiða frv. Þó hefir n. lesið frv. yfir og gert ráðstafanir til þess að ræða það við landlækni. 14 mál, og mörg þeirra stór, hafa legið fyrir n. og ekki verið hægt að sinna öllum í einu.

Ég vil í þessu sambandi beina því til hæstv. forseta, að hann hlutist til um, að hraðað verði máli, sem flutt var af sjútvn. bæði 1935 og nú, en lenti af tilviljun í annari nefnd. Þetta mál stendur í sambandi við ýms önnur mál, sem hér liggja fyrir. Það er frv. um stýrimannaskólann í Reykjavík.