20.02.1936
Efri deild: 4. fundur, 50. löggjafarþing.
Sjá dálk 366 í B-deild Alþingistíðinda. (294)

5. mál, ríkisútgáfa námsbóka

Atvmrh. (Haraldur Guðmundsson):

Þetta frv. er svo að segja alveg óbreytt eins og það var afgr. hér frá d. á síðasta þingi. Einu breytingarnar, sem á því hafa verið gerðar, eru þær, að tilvitnun hefir verið sett inn í 8. gr., sem vantaði í fyrra frv., og nokkuð gleggri ákvæði um innheimtu skólabókagjaldsins og annað þar að lútandi.

Þetta mál var allmikið rætt hér í d. á síðasta þingi, og auk þess fylgdi ýtarleg grg. með brtt. á þskj. 509, sem samþ. voru, og get ég látið nægja að vísa til hennar.

Ég tel ekki þörf á að vísa málinu til n. nú, en hefi þó ekkert á móti því, ef einhver óskar eftir. Ef svo yrði, teldi ég, að það bæri að vísa því til menntmn., og vildi ég mælast til, að hún reyndi þá að hraða afgreiðslu þess.