20.02.1936
Efri deild: 4. fundur, 50. löggjafarþing.
Sjá dálk 367 í B-deild Alþingistíðinda. (298)

5. mál, ríkisútgáfa námsbóka

Guðrún Lárusdóttir:

Ég ætla ekki að fara að ræða um frv. sjálft, með því að ég gerði grein fyrir áliti mínu á frv. um sama efni á síðasta þingi. En viðvíkjandi uppástungu minni um að vísa málinu frekar til fjhn. heldur en menntmn. vil ég segja það, að mér virðist frv. fyllilega hafa í sér fólgið skattamál, því það gerir ráð fyrir nýjum almennum útgjöldum, eða réttara sagt útgjöldum í nýjum búningi, og þar sem þau eru allumfangsmikil og snerta ekki svo lítið hvert heimili í landinu á annan hátt en verið hefir, þá virðist mér, að fjhn. eigi í rauninni að íhuga málið. Það var einungis þetta, sem vakti fyrir mér, er ég stakk upp á, að fjhn. fengi málið til meðferðar.