19.03.1936
Sameinað þing: 7. fundur, 50. löggjafarþing.
Sjá dálk 49 í D-deild Alþingistíðinda. (3097)

75. mál, þingfréttir í útvarpi

*Héðinn Valdimarsson:

Ég álít ekki nauðsynlegt að halda langa ræðu í þessu máli. Ég er óánægður með flutning þingfrétta í útvarpið, eins og hann hefir verið undanfarið, og vil hvetja til þess, að breytt verði um þingfréttamann. Ég er því samþykkur till. hv. þm. V.-Sk. og ber fullt traust til forseta þingsins um að ráða fram úr því. Þetta er ekki flokksmál í Alþfl., en ég býst við, að allir liti svo á, að rétt sé að láta forsetana ráða mann til að segja þingfréttir og hata eftirlit með því, að starfið verði sæmilega vel rækt.