18.04.1936
Neðri deild: 51. fundur, 50. löggjafarþing.
Sjá dálk 194 í D-deild Alþingistíðinda. (3234)

89. mál, eftirlit með skipum

Bjarni Ásgeirsson:

Út af fyrirspurn, sem hv. 3. landsk. beindi til mín viðvíkjandi göllum á Laxfossi, skal ég taka fram, eins og ég hefi gert hér áður, að nokkrir gallar komu strax fram á hjálparvél skipsins, en nú er búið að skipta um þá vél, og síðan er allt í bezta lagi, og hefir reynslan að öðru leyti gefið góða raun. Að því er launakjörin snertir býst ég við, að það verði tekið upp á öðrum vettvangi. Ég tel óeðlilegt að setja um þau föst ákvæði, en álít heppilegast, að um þau fari eftir því, sem um semst við aðilja.