31.03.1937
Efri deild: 29. fundur, 51. löggjafarþing.
Sjá dálk 410 í C-deild Alþingistíðinda. (1686)

83. mál, ríkisborgararéttur

Magnús Guðmundsson:

Ég geri ráð fyrir, að þannig liggi í þessu máli, að hæstv. ríkisstjórn hafi sent allshn. Nd. öll þau skjöl, sem hér um ræðir. Það hefir verið siður undanfarið, að fara þannig að, en ég get tekið undir það, að það er rétt, að svona frv. séu stjfrv. Ég hefi hugsað mér, að ekki væri ástæða til að vísa málinu til n., þar sem neðrideildarnefndin hefir flutt það óklofin. Þó er langt frá, að ég muni standa á móti því, að málinu verið vísað til n.