19.04.1937
Neðri deild: 43. fundur, 51. löggjafarþing.
Sjá dálk 565 í C-deild Alþingistíðinda. (1849)

93. mál, hraðfrysting fisks

Frsm. (Jóhann Jósefsson):

Vegna þess að hv. þm. Barð. vitnaði til þess, að ég hefði látið í ljós, að það mundi vera eina úrræðið í málinu á þessu þingi að samþ. þáltill. hans um samskonar mál, vil ég taka það fram, að þó að ég hafi viðhaft þessi ummæli, þá var það aðeins með það fyrir augum, að tími þingsins mundi ekki leyfa afgreiðslu frv. Á þessu stigi málsins sé ég samt sem áður ekki ástæðu til að stöðva málið í þessari hv. d. og tel rétt, að það fari til hv. Ed. Sjái ég hinsvegar fram á, að ekki verði leyst úr málinu eins og það liggur fyrir, þá mun ég fylgja till. hv. þm. Barð., og segi því já.