15.04.1937
Neðri deild: 39. fundur, 51. löggjafarþing.
Sjá dálk 86 í B-deild Alþingistíðinda. (266)

14. mál, síldarverksmiðjur ríkisins

Atvmrh. (Haraldur Guðmundsson):

Um brtt. á þskj. 321 frá hv. þm. N.-Þ. vil ég segja það eitt, að ég get fallizt á, að till. verði samþ. Hún gengur út á það, að fyrir næsta þing verði athugað, hvort ástæða sé til að gera breyt. á stjórn síldarverksmiðja ríkisins á annan hátt en gert er ráð fyrir í bráðabirgðalögunum.