14.04.1937
Neðri deild: 38. fundur, 51. löggjafarþing.
Sjá dálk 133 í B-deild Alþingistíðinda. (384)

9. mál, fiskimálanefnd o. fl.

*Héðinn Valdimarsson:

Ég sagði aðeins, að erfitt mundi verða að greiða atkv. móti þessari till. Ætli hv. þm. Vestm. þætti nokkuð einkennilegt, ef hann væri að starfa fyrir ríkið, að honum væri falið að starfa réttlátlega, en menn skyldu ætla, að það þyrfti ekki að taka það fram sérstaklega?

Annars er það tiltölulega fátt, sem ég þarf að taka fram. Þm. heldur því fram, að ekki hafi fulls réttlætis verið gætt í leyfisveitingum í hlutfalli við skipafjöldann og að ekki hafi verið jafnt skipt ferðum milli skipa. Mun hann þar eiga við þessa einu ferð til Þýzkalands. Hvað snertir fjölda skipa, þá hefir hvergi heyrzt nein óánægja nema frá hv. þm., og ekki heldur viðvíkjandi skipastærðinni. Annars miðar fiskimálanefnd starf sitt við það, að skapa sem mesta atvinnu í landinu, og það verður bezt gert með fjölgun skipa.