23.03.1937
Neðri deild: 25. fundur, 51. löggjafarþing.
Sjá dálk 219 í B-deild Alþingistíðinda. (510)

86. mál, alþýðutryggingar

Sigurður Kristjánsson:

Ég ætla að beina nokkrum spurningum til hæstv. atvmrh., en ég sé, að hann er ekki viðstaddur, og vil því spyrja hæstv. forseta, hvort ekki megi fresta umr. þangað til þessi mikilsverði aðili málsins geti verið við, því að annað tveggja mun hann vera svo vant við látinn, að hann geti ekki verið við umr., eða hann hirðir ekki um, að málinu sé flýtt. Ég ætla að bíða og heyra úrskurð hæstv. forseta um, hvort ekki sé réttara, að hæstv. ráðh. sé viðstaddur, því að það eru mörg mikilsverð atriði, sem ég þarf að fá upplýst.