08.04.1937
Neðri deild: 33. fundur, 51. löggjafarþing.
Sjá dálk 399 í B-deild Alþingistíðinda. (965)

113. mál, hvalveiðar

*Flm. (Bergur Jónsson):

Hér er aðeins um framlenging á l. frá 1935 að ræða. Þá var h/f Kóp, þó ekki sé getið nafns félagsins í l., veitt leyfi til að gera út skip til hvalveiða. Sömuleiðis var gefin heimild til, að félagið mætti hafa erlent skip til veiðanna fyrst um sinn. Frv. er ekkert breytt að öðru leyti en því, að leyfið til að hafa erlent skip er framlengt til 1940.

Ég þarf ekki að fara um frv. fleiri orðum, en vænti þess, að því verði vísað til hv. sjútvn.