23.11.1937
Efri deild: 33. fundur, 52. löggjafarþing.
Sjá dálk 683 í B-deild Alþingistíðinda. (1015)

101. mál, tekjur bæjar- og sveitarfélaga

Forseti (EÁrna):

Þar sem hv. 1. flm. beindi því til mín, í hvaða n. frv. ætti að fara og það eru dálítið skiptar skoðanir um það, vil ég láta í ljós þá skoðun, að samkv. efni frv. á það að fara til allshn., því að þó að áður fyrr á þessu þingi hafi frv. um tekjur bæjar- og sveitarfélaga verið vísað til fjhn., þá hygg ég það vera af því, að það frv. greip eingöngu inn í tekjur ríkissjóðs en þetta frv. gerir það ekki. Þetta er aðallega fyrirkomulagsatriði innan bæja og sveita um þessar tekjur, sem við er átt í frv. Annars ætla ég ekki að hafa nein áhrif á það, hvernig menn greiða atkv. í þessu máli, en lýsi aðeins mínu áliti á því.