03.12.1937
Efri deild: 41. fundur, 52. löggjafarþing.
Sjá dálk 692 í B-deild Alþingistíðinda. (1029)

101. mál, tekjur bæjar- og sveitarfélaga

Páll Zóphóníasson:

Þeirri spurningu var skotið að mér, hvernig ég hugsaði mér að koma lagfæringunni í kring. Ég hugsa mér t. d. að ná því þannig að skjóta inn í 3. kafla frv. ákvæðum um, að þau sveitarfélög ein komi til greina við verðjöfnun, sem fengið hafa gjaldstiga, sem útsvörum sé jafnað niður eftir, samþykktan af eftirlitsmanni. Eftirlitsmaður sveitarstjórnarmálefna verður að geta tryggt sér það, að ekki verði misrétti í álagningu á hinum ýmsu stöðum. Hann verður að geta tryggt sér, að notaðir séu til fullnustu möguleikarnir til álagningar innan hvers bæjar- eða sveitarfélags.

Að endingu eitt: Þegar hv. 1. þm. Reykv. hefir orð mín eftir, vildi ég, að hann hefði þau rétt, en ekki það, sem menn segja honum úr þeim frammi á gangi, meðan ég er að tala. Ég sagði á þá leið, að samanlagt hefðu Rvíkingar meiri tekjur en íbúar allra annara bæja og þorpa á landinu og gætu þess vegna borið meira. Ég minntist alls ekki á hag bæjarsjóðsins í Rvík. — Það er gott fyrir þá, sem em skáldmæltir, að yrkja eitt eða annað inn i, og sæmir sér fyrir þá að skálda í eyðurnar, sem lagt haft það fyrir sig í lífinu. (MJ: því miður þurfti ég að fara út, meðan þm. var að lofa mig fyrir skáldskapinn. Það er í fyrsta sinn, sem mér er hrósað fyrir þá list).