15.12.1937
Efri deild: 50. fundur, 52. löggjafarþing.
Sjá dálk 749 í B-deild Alþingistíðinda. (1134)

56. mál, vátryggingarfélög fyrir vélbáta

Jóhann Jósefsson:

Það er um þingsköp aðeins, því að ég tel það heyra undir þau, að ég láti í ljós, að mér falli vel, að þessi háttur sé hafður á meðferð málsins, sem formaður sjútn.-hefir stungið upp á, og er þess fullviss, að það getur leitt til stórra bóta fyrir frv. En svo vildi ég aðeins leiðrétta þann óskaplega misskilning, — og vona, að mér verði leyft það, — sem kom fram hjá hv. form. sjútvn., að mér sé það ekki alveg eins hjartfólgið og honum að koma þessu máli fram. því að mér er sannarlega mikið áhugamál, að vátryggingarmálin komist í sem allra bezt horf. Og ég vil taka það fram, að með þeim einlæga ásetningi að vinna sem allra bezt að góðum framgangi málsins, er ég samþ. þessari viturlegu till. form. sjútvn.