26.10.1937
Neðri deild: 11. fundur, 52. löggjafarþing.
Sjá dálk 142 í C-deild Alþingistíðinda. (1861)

37. mál, landhelgissjóður Íslands

*Atvmrh. (Haraldur Guðmundsson):

Ég heyrði ekki almennilega fyrirspurn hv. þm. En mér skildist, að hún hefði verið um það, hvort þýzk veiðiskip sættu sérstakri meðferð við landhelgisbrot hér við land. Ég get ekki skýrt frá efni þýzku samninganna, þar sem samkomulag hefir orið um að birta þá ekki. En ég get upplýst það. að þýzkir togarar sæta sömu meðferð hér við land og enskir togarar, og er það eðlileg afleiðing þess, að háðar viðkomandi þjóðir njóta beztu-kjara viðskipta við Íslendinga. Frekari upplýsingar um þetta get ég ekki gefið.