09.11.1937
Efri deild: 23. fundur, 52. löggjafarþing.
Sjá dálk 378 í C-deild Alþingistíðinda. (2155)

72. mál, mæðiveikin

*Forsrh. (Hermann Jónasson):

Aðeins vil ég benda hv. flm., sem virðist vera ókunnugt um aðferðir Bændafl., á það, að yfirboðin koma fram í því stundum að flýta sér að flytja mál, sem vitað er, að verða flutt næstu daga. Að því leyti má þetta mál kallast yfirboð af sama tægi. því að vitanlega er það ekki gróði fyrir málið að flytja frv. um það nú, þegar rannsókn málsins er langt komin í nefnd og vitað er, að það verður flutt nú næstu daga. Og í grg. þessa frv. vantar upplýsingar um fjöldamörg atriði, sem þarf að leggja til grundvallar fyrir lausn þessa máls og verður að leggja verulegu vinnu í að rannsaka. Svo að þetta frv. er þýðingarlaust nema í yfirboðsskyni.