02.12.1937
Efri deild: 40. fundur, 52. löggjafarþing.
Sjá dálk 303 í B-deild Alþingistíðinda. (217)

3. mál, kosningar til Alþingis

Ingvar Pálmason:

Frv. þetta er komið aftur hingað frá Nd. og hefir tekið þar lítilsháttar breyt. Allshn. þessarar hv. d. sér ekki ástæðu til annars en að mæla með, að frv. verði samþ. Sú breyt., sem gerð var á því 1 Nd., er til bóta, en breytir ekki þeirri niðurstöðu, sem n. komst að. Þó að frv. sé breytt að forminu til, er n. frv. meðmælt, þar sem ekki hafa orðið á því verulegar efnisbreyt.