02.12.1937
Neðri deild: 40. fundur, 52. löggjafarþing.
Sjá dálk 307 í B-deild Alþingistíðinda. (234)

45. mál, afkynjanir, vananir o. fl.

Frsm. (Vilmundur Jónsson):

Ég vil aðeins geta þess, hv. þdm. til leiðbeiningar, að þetta frv. hefir fengið afgreiðslu í hv. Ed. breytingarlaust að öðru leyti en því, að lítið eitt hefir verið vikið við orðalagi í 4. gr., og var það gert í samráði við mig. Að efni til er frv. nákvæmlega samhljóða því, sem samþ. var í þessari hv. d. fyrir nokkru síðan. Mun því ekki ástæða til að athuga málið að nýju í n., heldur mun vera óhætt að samþ. það eins og það nú liggur fyrir.