22.12.1937
Sameinað þing: 20. fundur, 52. löggjafarþing.
Sjá dálk 92 í D-deild Alþingistíðinda. (2365)

143. mál, eftirlaun

*Flm. (Héðinn Valdimarsson):

Ég bar fram í fjvn. samskonar till., og var henni vel tekið af öllum nefndarmönnum. Þó voru ekki greidd atkv. um till. í n. Hefir ekki getað orðið fundur í n. siðan, og tók ég því það ráð að bera till. fram hér sem þál. Tilgangurinn er að láta endurskoða eftirlaunalöggjöfina, svo að ekki fái aðrir landsmenn eftirlaun en þeir, sem búsettir eru hér á landi. Ég ætlast ekki til, að þetta nái til þeirra, sem nú fá eftirlaun.

Eftir því, sem ég veit bezt eru samskonar ákvæði í gildi í nágrannalöndunum. Er sjálfsagt að gera það að skilyrði fyrir því, að menn geti fengið lífeyri af því opinbera, að þeir noti hann hér á landi, en fari ekki af landi burt. þegar æfistarfi þeirra er lokið, svo að greiða þurfi þeim féð í erlendum gjaldeyri.