20.10.1937
Neðri deild: 6. fundur, 52. löggjafarþing.
Sjá dálk 144 í D-deild Alþingistíðinda. (2407)

6. mál, Þjóðabandalagið

Atvmrh. (Haraldur Guðmundsson):

Hv. 5. þm. Reykv. fór ekki allskostar rétt með ummæli mín. Ég sagði, að ég hefði verið því fylgjandi 1930 að sækja um upptöku í Þjóðabandalagið, og ég gerði grein fyrir því, að þá var talið, að styrkur Þjóðabandalagsins mundi vera nægjanlegur til þess að tryggja öryggi smáþjóða eins og Íslands. Síðan hefir það sýnt sig, að það hefir ekki verið þess megnugt. Ég sagði því, að þar sem nú stæði yfir endurskoðun á Þjóðahandalagssáttmálanum, þá áliti ég réttast að biða með það að taka ákvörðun um þetta efni, þangað til þeirri endurskoðun væri lokið, en þess getur ekki verið langt að bíða.