27.11.1937
Efri deild: 37. fundur, 52. löggjafarþing.
Sjá dálk 191 í D-deild Alþingistíðinda. (2505)

74. mál, mæðiveiki

*Fyrirspyrjandi (Brynjólfur Bjarnason):

Herra forseti! Ég þarf ekki að tala langt mál um þessa fyrirspurn. Ég ber hana fram, þar sem mér virðist, að ástandið á allmiklum hluta fjárpestarsvæðisins sé samskonar og gert er ráð fyrir í l. um bjargráðasjóð. Ég býst við, að hv. landbn. þingsins séu að undirbúa ráðstafanir vegna mæðiveikinnar, m. a. vegna skipunar á skuldamálum bænda, og mér er kunnugt um, að komið hafa fram ákveðnar raddir frá þeim héruðum, sem um er að ræða, um bjargráð þeim til handa. Ýms heimili eiga ómögulegt með að komast af, nema fá beinan styrk. Eg óska því að fá upplýsingar frá hæstv. forsrh. um það, hvað ríkisstj. hyggst fyrir í þessu efni.