27.11.1937
Efri deild: 37. fundur, 52. löggjafarþing.
Sjá dálk 191 í D-deild Alþingistíðinda. (2506)

74. mál, mæðiveiki

*Forsrh. (Hermann Jónasson):

Þegar ég svara þessari fyrirspurn hv. þm., mun ég ekki fara inn á það, hvað ríkisstj. hyggst fyrir um almenn bjargráð bændum til handa. Það er allt of flókið mál til að ræða í þessu sambandi, enda munu gefast nóg tækifæri til þess síðar, því að bráðlega er von á till. frá hv. landbn. Nd. sem unnið hefir að þeim málum undanfarið. Ég skal geta þess, að haldinn hefir verið fundur af flestum oddvitum og ráðamönnum á fjárpestarsvæðinu, og verða þeirra till. lagðar til grundvallar fyrir frekari ráðstöfunum af hálfu Alþingis. Flestir þm. úr landbn. Nd. fóru á þann fund, til þess að fylgjast með óskum bænda.

Um fyrirspurnina sjálfa, hvort mögulegt verði að styrkja þessa bændur með fé úr bjargráðasjóði, vil ég fara nokkrum orðum. Eins og hv. et. er kunnugt, eru l. um bjargráðasjóð nr. 43 frá 10. nóv. 1913 og eru til hjálpar í hallæri. Siðar var gerð breyt. á 1., og eru þau l. frá 2 7. júní 1925. Í l. er útskýrt, hvað er hallæri. Það er hallæri, ef sveitarfél., eitt eða fleiri í sýslu, eða bæjarfélag, verða af náttúruvöldum svo illa stödd, að sýslufél. eða bæjarfél. megnar ekki af eigin rammleik að forða mönnum og skepnum við harðrétti eða felli.

Samkv. 12. gr. l. er ákveðið, að et hallæri ber að höndum, á hvert hérað tilkali til séreignar sinnar í bjargráðasjóðnum til útbýtingar, samkv. bjargráðasamþykkt sinni. Í þessu sambandi er það einmitt augljóst, þegar athugaðar eru umr. um frv. og grg. þess, að l. gera ekki ráð fyrir, að útbýtt verði styrk undir þeim kringumstæðum, sem hér er um að ræða. Lögin eru ótvírætt sett vegna yfirvofandi hallærisástands, sem ekki sé varanlegt og afstýra þurfi strax. Hinsvegar hefir framkvæmd l. verið svo, að þegar sorfið hefir að sýslufél. eða hreppum, t. d. vegna óþurrka, þá hafa verið veitt skyndilán úr bjargráðasjóði, og stundum lengri lán. En nú upp á síðkastið hafa jafnframt frá sumum hreppum á slíkum svæðum komið beiðnir um lán til nýrra atvinnuvega. Það mun verða gert eftir því, sem sjóðurinn megnar. Nýlega var veitt verulegt lán til Andakílshrepps, til þess að koma upp fyrirmyndarrefabúi, sem hefir orðið hreppnum til bjargar og mun gefa hagnað þegar á næsta ári. Slíkar ráðstafanir er hægt að gera með bjargráðasjóðslánum, og mér finnst þær bæði eðlilegri og heppilegri en að greiða beinan styrk, því að með beinum styrk yrði undir engum kringumstæðum mögulegt að halda bændum uppi, ekki einu sinni í eitt ár, hvað þá heldur um lengri tíma.

Það þarf ekki lengi að leita að rökum fyrir því, að styrkveitingar úr sjóðnum gætu ekki bjargað bændum frá hallæri, ef treysta ætti á þær einar, því að hvert hérað á tilkall til séreignar sinnar til útbýtingar, samkv. 12. gr., en þau sýslufélög, sem hér væri um að ræða, eiga handbært fé sem hér segir:

Borgarfjarðarsýsla 2200.00

Mýrasýsla 5147.74

Dalasýsla 6179.38

Snæfellsnes- og Hnappadalssýsla 5658.89

Vestur-Húnavatnssýsla 9777.85

Austur-Húnavatnssýsla 5069.79

Það sjá allir menn, að enda þótt veittur væri beinn styrkur samkv. 12. gr. bjargráðasjóðsl. og til þess færi séreign sýslufél., kæmi hverfandi lítil upphæð á hvern bónda. En samkv. öðrum ákvæðum l. er hægt að veita lán í hverja sýslu, sem nemur meiri upphæð, því að þá er hægt að fara í sameiginlegan sjóð að vissu marki. Styrkveiting eins og hv. fyrirspyrjandi hugsar sér er því á móti allri venju, enda varla hægt að segja, að ástæður séu svo, að hallæri sé yfirvofandi, heldur er hér um varanlegt ástand að ræða, og styrkveiting því varla í samræmi við l. Í þriðja lagi er um svo litið fé að ræða, að það mundi ekki koma að neinu gagni. Ég verð því að telja ófært að fara þessa leið.