09.12.1937
Efri deild: 45. fundur, 52. löggjafarþing.
Sjá dálk 354 í B-deild Alþingistíðinda. (429)

105. mál, útflutningsgjald af saltfiski

*Frsm. (Ingvar Pálmason):

Ég þarf ekki að hafa langa framsögu um þetta mál. Ég geri ráð fyrir því, að það hafi sýnt sig, að allir flokkar þingsins telji réttlátt eins og nú stendur á, að afnema útflutningsgjald af saltfiski. Ég álít bezt fara á því, þar sem ekki er hægt að afnema nema nokkurn hluta af útflutningsgjaldi af sjávarafurðum, að þetta afnám af saltfiski sé miðað við meðan þessi saltfiskur er í einhverju lágmarksverði, þ. e. svo lengi sem verðið er fyrir neðan eitthvert lágmark, þá væri útflutningsgjalds ekki krafizt af þessari vörutegund, sem á við svo marga erfiðleika að etja bæði hvað snertir mark¬að og verð. N. mælir svo einróma með því, að frv. verði samþ. eins og það liggur fyrir.