13.12.1937
Efri deild: 48. fundur, 52. löggjafarþing.
Sjá dálk 399 í B-deild Alþingistíðinda. (490)

107. mál, fiskimálanefnd o. fl.

Frsm. meiri hl. (Sigurjón Á. Ólafsson) :

Herra forseti! Þetta mál hefir legið fyrir sjútvn. og er komið frá hv. Nd. Eins og nál. sjútvn. ber með sér, standa ekki að till. n. nema tveir nm. Þriðji maður n. tók að vísu þátt í umr. um málið, en var ekki viðstaddur lokaafgreiðslu þess í n. (JJós: Af hverju?). Þetta var að vísu á fundi, sem hv. þm. ekki var kunnugt, að málið yrði tekið fyrir, en hv. form. n. mun gefa um þetta frekari skýringar.

Þetta frv. gerir nokkrar smábreyt. við 1., 2. og 3. gr. l. um fiskimálan. frá 1935, en aðalefni frv. er í 5. gr. Meiri hl. n. er algerlega sammála aðalefni frv., en ég sé ekki ástæðu til að rekja efni þess í sérstökum atriðum fyrr en ef andmæli koma fram gegn því hér í hv. d., að ég mun þá að sjálfsögðu svara þeim, en sem sagt, meiri hl. n. leggur til, að frv. verði samþ.